No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2020, fimmtudaginn 29. október var haldinn 17. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Loftorku Reykjavík ehf. í útboði nr. 15009 Yfirborðsfrágangur – Stígar, Gufunes útivistarsvæði. R20090161.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu, dags. 22. október 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Men and Mice ehf. í útboði 14995 DDI netumsjónarkerfi. R20090093.
Samþykkt.Tómas Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Dóra Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði kl. 13:18
Fylgigögn
-
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vísað er til gagna frá sviðsstjóra á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar sem lögð voru fram á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs þann 15. október 2020, sbr. 4. liður fundarins. Óskað er eftir að gögnin verði yfirfarin og lögð fram að nýju þannig að sjá megi hver hafi móttekið og staðfest reikninganna fyrir hönd Reykjavíkurborgar og hvenær. Ef umræddar upplýsingar liggja ekki fyrir eða skapa gríðarlegan kostnað að finna þær er óskað skýringa á því.
-
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fimm smáhýsi hafa verið reist í Gufunesi. Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir allan kostnað vegna þeirra, það er hvað kostaði hvert hús, og jafnframt yfir annan kostnað vegna þeirra eins og vegna uppsetningar þeirra, jarðvinnu, lögnum, flutningi, lóðafrágangi, innréttingar og tæki, húsbúnað og annað.
Þá er óskað eftir upplýsingum um fjárhæð gatnagerðargjalda, lóðargjalda og annars kostnaðar borgarinnar ef einhver er.
Fundi slitið klukkan 13:35
Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2710.pdf