Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 9. október var haldinn 175. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Björn Gíslason og Birkir Ingibjartsson sátu fundinn í fundarsal. Þá sátu Theodór Kjartansson og Hildur Helga Kristinsdóttir starfsmenn borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Hallgrímur Tómasson
Þetta gerðist:
-
Samþykkt.
Gréta Þórsdóttir Björnsson og Margrét Lilja Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, merkt USK25020337, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði, sem kom frá MG- Hús ehf. í örútboði nr. 16205 – Korpuskóli – Endurbætur húsnæðis.
Samþykkt.
Gréta Þórsdóttir Björnsson og Margrét Lilja Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. október 2025, merkt FAS25090015, þar sem lagt er til að samið verði við þau fyrirtæki sem uppfylltu hæfiskröfur útboðsins, sem eru Síminn hf., Ljósleiðarinn ehf., Sýn hf. og Nova hf. í útboði nr. 16066 – Rammasamningur um gagna- og internettengingar.
Samþykkt.
Vignir Már Sigurjónsson og Magnús Níels Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar drög að viðbót við eftirlitsáætlun ráðsins.
Kynning.
Halla Björg Evans tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 13:48
Andrea Helgadóttir Kristinn Jón Ólafsson
Björn Gíslason Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Birkir Ingibjartsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 9. október 2025