Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 25. september var haldinn 174. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Kristinn Jón Ólafsson. Andrea Jóhanna Helgadóttir, og Sara Björg Sigurðardóttir sátu fundinn í fundarsal. Þá sat Sunna Lind Höskuldsdóttir, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Hallgrímur Tómasson
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2025, merkt FAS250070017, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði, sem er frá Íslenska gámafélagið ehf. í EES samkeppnisútboði nr. 16187 – Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2025-2026 –Stofnleiðir, svæði 3-5.
Samþykkt.
Karl Eðvaldsson og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:20
Andrea Helgadóttir Kristinn Jón Ólafsson
Sara Björg Sigurðardóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Helgi Áss Grétarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. september 2025