Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 173

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 11. september var haldinn 173. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson og Sara Björg Sigurðardóttir sátu fundinn í fundarsal. Þá sat Björn Atli Davíðsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.   

Fundarritari var Hallgrímur Tómasson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. september  2025, merkt FAS25060024, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í hverjum útboðshluta, Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. í útboðshluta 1, Garðlist ehf. í útboðshluta 2, Garðlist ehf. í útboðshluta 3, Garðlist ehf. í útboðshluta 4, Garðlist ehf. í útboðshluta 5 og Garðlist ehf. og Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. í útboðshluta 6 í útboði nr. 16169 – Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík.

    Samþykkt.

    Karl Eðvaldsson og Margrét Lilja Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar um fjarfundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 3. september 2025, merkt MSS25070098.

  3. Lagt fram erindi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. september 2025, með yfirliti varðandi einstök innkaup yfir 10 milljónir kr. fyrir tímabilið júlí 2024 til júní 2025 með vísan til eftirlitsáætlunar innkaupa- og framkvæmdaráðs.

    Karel Fannar Sveinbjörnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13:56

Andrea Helgadóttir Kristinn Jón Ólafsson

Sara Björg Sigurðardóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs 11.09.2025- Prentvæn útgáfa