Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 172

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 28. ágúst var haldinn 172. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar   Birkir Ingibjartsson. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir sátu fundinn í fundarsal. Þá sat Jón Páll Hilmarsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.  

Fundarritari var Hallgrímur Tómasson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. ágúst 2025, merkt FAS25020043, þar sem óskað er eftir heimildar til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingar í hluta 3 (gluggatjöld) í EES útboði nr. 16106 – Endurnýjun skrifstofurýmis FAS.

    Samþykkt.

    Lilja Ástudóttir og Auður Gréta Óskarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. ágúst  2025, merkt FAS25060025, þar sem lagt er til að samið verði við alla 5 bjóðendur í EES útboði nr. 16165 – Rammasamningur um þjónustu rafverktaka við umferðar- og götuljós.

    Samþykkt.

    Viðar Einarsson, Kristján Hallvarðsson Lilja Ástudóttir taka sæti á fundinum undir þessum   lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst  2025, merkt USK25060240, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf. í útboði nr. 16190 – Vogabyggð – Drómundar- og Dugguvogur – Yfirborðsfrágangur.

    Samþykkt.

    Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst  2025, merkt USK25080171, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Blikkás ehf. í útboði nr. 16155 – Reglubundið viðhald loftræstinga – Hverfi 1-2-3.

    Samþykkt.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst  2025, merkt USK25080171, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig, Ísloft ehf. með 29 fasteignir og Blikkás ehf. með tvær fasteignir í útboði nr. 16156 - Reglubundið viðhald loftræstinga – Hverfi 4-5.

    Samþykkt.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst  2025, merkt USK25080171, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig, Blikksmiðurinn ehf. með 28 fasteignir og Blikkás ehf. með tvær fasteignir í útboði nr. 16157 - Reglubundið viðhald loftræstinga – Hverfi 6-Samþykkt.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst  2025, merkt USK25080171, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig, Blikksmiðurinn ehf. með 18 fasteignir og Hitatækni ehf. með fimm fasteignir í útboði nr. 16158 - Reglubundið viðhald loftræstinga – Hverfi 8-9-10.

    Samþykkt.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst  2025, merkt USK25030168, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, Efla hf. í útboði nr. 16182 – Fossvogsblettur – Nýr leikskóli – Byggingastjórn.

    Samþykkt.

    Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst  2025, merkt USK25030168, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í hverjum útboðshluta, Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. í útboðshluta 1, Garðlist ehf. í útboðshluta 2, Garðlist ehf. í útboðshluta 3, Garðlist ehf. í útboðshluta 4, Garðlist ehf. í útboðshluta 5 og Garðlist ehf. og Garðaþjónusta Sigurjóns ehf. í útboðshluta 6 í útboði nr. 16169 – Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík.

    Ákvörðun frestað.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:03

Andrea Helgadóttir Birkir Ingibjartsson

Sara Björg Sigurðardóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 28. ágúst 2025