Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 171

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 14. ágúst var haldinn 171. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar   Kristinn Jón Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Birkir Ingibjartsson sátu fundinn í fundarsal. Þá sat Þórður Guðmundsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.  

Fundarritari var Hallgrímur Tómasson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. ágúst 2025, merkt USK25050259, þar sem lagt er til að gengi verði að tilboði lægstbjóðanda, Kröflu ehf. í útboði nr. 16160 – Brekknaás – þétting byggðar.

    Samþykkt.

    Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júlí  2025, merkt USK25070038, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðenda, Stjörnugarða ehf. í útboði nr. 16179 – Umferðaröryggisúrbætur Grensásvegur.

    Samþykkt.

    Rúnar Gísli Valdimarsson sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:27

Andrea Helgadóttir Birkir Ingibjartsson

Kristinn Jón Ólafsson Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 14. ágúst 2025