Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 12. júní var haldinn 166. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Kristinn Jón Ólafsson. Andrea Helgadóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Helgi Áss Grétarsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Theodór Kjartansson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi frá Fjármála- og áhættustýringasviði, dags. 5. júní 2025, merkt FAS25040004, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Stólpa Gáma, í útboði nr. 16134 - Skólaþorp Reykjavegur 19 – leiga á færanlegum kennslustofum. Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: Mál þetta var afgreitt í borgarráði á fundi þess 5. júní síðastliðinn. Þegar málið kom til afgreiðslu í borgarráði sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá. Það sama gerir fulltrúi flokksins hér. Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar átti innkaupa- og framkvæmdaráð að taka fyrst afstöðu til málsins áður en það var borið upp á fundi borgarráðs. Nauðsynlegt er að virða valdmörk á milli einstakra ráða og nefnda innan stjórnkerfis borgarinnar.
Hróðný Njarðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2025, merkt USK25030324, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 16143 Endurgerð hraðahindrana 2025 – Útboð 1.
Samþykkt.
Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2025, merkt USK25030325, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 16144 Endurgerð hraðahindrana 2025 – Útboð 2.
Samþykkt.
Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júní 2025, merkt FAS25030055, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði bjóðanda GC Rieber Minerals ehf. í EES útboði nr. 16139 – Götusalt 2025-2026.
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13.45
Andrea Helgadóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir Helgi Áss Grétarsson
Kristinn Jón Ólafsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 12. júní 2025