Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, föstudaginn 23. maí var haldinn 165. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Kristinn Jón Ólafsson. Andrea Helgadóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Þórður Guðmundsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Hallgrímur Tómasson
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 21. maí 2025, merkt FAS25030046, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hvern hluta, Garðaþjónusta Sigurjóns ehf. í hluta eitt og þrjú og Garðlist í hluta tvö, í EES útboði nr. 16133- Grassláttur í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal.
Samþykkt.
Karl Eðvaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. maí 2025, merkt FAS25040004, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Terra einingar ehf. í útboði nr. 16116 – Hólabrekkuskóli – leiga á færanlegum kennslustofum.
Samþykkt.
Hróðný Njarðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13.19
Andrea Helgadóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir Birna Hafstein
Kristinn Jón Ólafsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 23. maí 2025