Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 164

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 22. maí var haldinn 164. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Andrea Helgadóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Kristinn Jón Ólafsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Þórður Guðmundsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Fundarritari var Hallgrímur Tómasson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram erindi Fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. maí 2025, merkt FAS25040031, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Securitas hf. í EES útboði nr. 16146 – Öryggisgæsla fyrir Reykjavíkurborg.

    Samþykkt

    Berglind Söebech tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. maí 2025, merkt USK25030314 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Kröflu ehf. í útboði nr. 16138 Höfðabakki – Umferðarljós og úrbætur á gönguleiðum..

    Samþykkt

    Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2025, merkt USK25040013, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig. HiH málun með 49 fasteignir, Málun SSB með 17 fasteignir, Aðalfagmenn með 7 fasteignir, Jóhann Viktor Steimann með 6 fasteignir, GÁ verktakar með 3 fasteignir og Málarameistarar með 1 fasteign, í útboði nr. 16114 Málun 2025 í hverfi 1,2,3,4 og 5.

    Samþykkt

    Ragnar Pálsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2025, merkt USK25040013, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig. HiH málun með 21 fasteign og Málun SSB og GÁ verktakar með 7 fasteignir hvort, Jóhann Viktor Steimann, Aðalfagmenn og Tómas Einarsson með 3 fasteignir hvert og AE málun með 2 fasteignir í útboði nr. 16126 Málun 2025 hverfi 6,7,8,9 og 10.

    Samþykkt

    Ragnar Pálsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2025, merkt USK24110087, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Metatron ehf. í EES útboði nr. 16119 Gervigrasvöllur í Safamýri Reykjavík, endurnýjun vallarlýsingar.

    Samþykkt

    Ragnar Pálsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2025, merkt USK25030168, , þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði K16 ehf. sem átti hagstæðasta tilboðið skv. matslíkani og verðtilboði í EES útboði (samkeppnisviðræður) nr. 15951 Fossvogsblettur, nýr leikskóli.

    Samþykkt

    Gréta Þórsdóttir Björnsson, Margrét Lilja Gunnarsdóttir og Sólveig Björk Ingimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt er fram yfirlit yfir innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs yfir 10 m.kr. fyrir tímabilið janúar 2024 – desember 2024.

    Margrét Lilja Gunnarsdóttir  og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt er fram minnisblað Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. maí 2025, merkt USK24010187, vegna útboðs nr. 15950 Grandaborg leikskóli - Byggingarstjórn og eftirlit - 15954 Grandaborg - Endurbætur húsnæðis – kynning

    Margrét Lilja Gunnarsdóttir  og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  9. Lagt er fram erindi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. maí 2025, merkt ÞON24100032, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Fobi AI Germany GmbH sem átti hagstæðasta gilda tilboðið á grundvelli verðs og gæða í EES samkeppnisútboði nr. 16091 Stafræn kortalausn.

    Samþykkt.

    Sæþór Fannberg Sæþórsson, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Lára Aðalsteinsdóttir og Salvar Þór Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lögð er  er fram, frá borgarráði, til umsagnar tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samvinnuvettvang til höfuðs misnotkunar vinnuafls dags. 8. maí 2025, merkt MSS24090173.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:02

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Sara Björg Sigurðardóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Kristinn Jón Ólafsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 22. maí 2025