Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 161

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl var haldinn 161. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar  Sara Björg Sigurðardóttir. Andrea Helgadóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Þorvaldur Daníelsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Theodór Kjartansson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Fundarritari var Hallgrímur Tómasson

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram erindi Reykjavíkurborgar, dags. 7. apríl 2025, merkt FAS25020035, þar sem lagt er til að  samið verði við alla sem skiluðu inn gildu tilboði þ.e. Norðanfiskur ehf., Hafið fiskverslun ehf. og Nora Seafood ehf, í útboði nr. 16090 – Rammasamningur um sjávarfang.

    Samþykkt

    Vignir Már Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025, merkt USK25040096, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Terra einingar ehf. í EES útboði nr. 16085 – Færanlegar kennslustofur fyrir skólaþorp í Laugardal.

    Samþykkt

    Guðni Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt er fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025, merkt USK25010183, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, B.Ó. smiðir ehf. í útboði nr. 16092 – Hulduheimar – viðbygging við leikskóla að Vættarborgum 11.

    Samþykkt

    Guðni Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:30

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Kristinn Jón Ólafsson Þorvaldur Daníelsson

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 10. apríl 2025