Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 20. mars var haldinn 160. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sara Björg Sigurðardóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Andrea Jóhanna Helgadóttir og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Björn Atli Davíðsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram erindi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. mars 2025, merkt ÞON25030015, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta tilboði, sem er frá Crayon Iceland ehf. í EES útboð 16082 – Microsoft EAS og Azure hugbúnaðarleyfi.
Samþykkt
kl. 13.03 tekur Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns sæti á fundinum.
Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Eiríkur Baldur Þorsteinsson, Sæþór Fannberg Sæþórsson og Lena Dögg Dagbjartsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi borgarstjórn Reykjavíkur, dags. 4. mars 2025, merkt MSS25020127, þar sem borgarstjórn samþykki að fela innkaupa- og framkvæmdaráði að koma með tillögu að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum fyrir Reykjavíkurborg.
Framlagning
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi borgarstjórn Reykjavíkur, dags. 4. mars 2025, merkt MSS25020129, þar sem borgarstjórn samþykki að fela innkaupa- og framkvæmdaráði að vinna tillögur til að skerpa á keðjuábyrgð.
Framlagning
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13.41
Andrea Helgadóttir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
Sara Björg Sigurðardóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Birna Hafstein
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 20. mars 2025