Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 16

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 15. október var haldinn 16. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir.  Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði  Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. október 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði nr. 15005 Álmgerði – Hæðargarður. Göngu og hjólastígur. R20090124.

    Samþykkt

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  2. Lagt fram að nýju yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar - ÞON þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. ágúst 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5,0 m.kr. tímabilið 201907-202006, með vísan til 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sem var frestað sbr. 3 lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 3. september, ásamt svari Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 5. október 2020. R20010055.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Þröstur Sigurðsson og Kjartan Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu, dags. 5. október 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í september 2020. R20010055.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. október 2020, vegna fyrirspurnar sem lögð var fram í 8. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs 4. júní 2020, varðandi ósk eftir öllum samningum og afritum af frumritum reikninga, þar með talið reikningum fyrir mat og drykk frá Vinnustofu Kjarvals á yfirstandandi kjörtímabili. R20010055.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Yfirstjórn Reykjavíkurborgar tók ákvörðun um svokallað tilraunaverkefni sem fólst í kaupum á ellefu aðgangskortum fyrir hluta yfirstjórnenda borgarinnar að Vinnustofu Kjarvals. Aðeins einn kjörinn fulltrúi á sæti í stjórninni, borgarstjóri, sem er jafnframt ábyrgðarmaður hennar. Fulltrúarnir telja að meðfylgjandi gögn leiði í ljós að tilraunaverkefnið hafi verið dýrt og að finna hefði mátt hagkvæmari leiðir að sama markmiði, til dæmis með betri nýtingu á fundaraðstöðu borgarinnar. Margt í yfirlitinu og afritum reikninga bendi til þess að bruðlað hafi verið með opinbert fé. Sérstaka athygli vekur að í yfirliti yfir kostnað vegna skrifstofu borgarstjórnar, bls. 3, kemur fram að þann 8. maí 2020 hafi kostnaður að fjárhæð kr. 25.450 vegna veitinga verið ranglega færður á reikning borgarinnar. Tvær endurgreiðslur virðast hafa verið gerðar vegna þessa, annars vegar þann 8. maí 2020, kr. 2.100, og svo þann 31. maí 2020, kr. 23.350. Athygli vekur að síðari endurgreiðslan er gerðar í kjölfar þess að fjölmiðlar óskuðu eftir gögnum um viðskipti Reykjavíkurborgar við Vinnustofu Kjarvals og hófu að undirbúa fréttaflutning vegna málsins. Gerð er athugasemd við að afrit reiknings vegna kostnaðar sem var ranglega færður á borgina þann 8. maí 2020 fylgir ekki með yfirlitinu og óskað er eftir að það verði lagt fram.

    Fulltrúar meirihlutans leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Bent er á að hvorki ákvarðanir um leigu á húsnæði né um innkaup á mat heyra undir ábyrgð Innkaupa- og framkvæmdaráðs, né undir undir innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Einnig er bent á að upphæðir sem hér eru um að ræða falla ekki undir ábyrgðarsvið ráðsins og ekki við hæfi að taka fram fyrir hendur stjórnenda og annarra ráða borgarinnar á þeirra ábyrgðarsviði.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ofangreind bókun fulltrúanna lítur að upplýsingum sem fram koma í svari sviðsins.

    Fulltrúar meirihlutans leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fram kemur í svari fjármála og áhættustýringarsviðs var ákveðið að fara í tilraunaverkefni til eins árs með Vinnustofu Kjarvals til þess að lækka kostnað vegna starfsdaga, starfsþróunarsamtala og annarra þeirra funda sem mælt er með að eigi sér stað utan hefðbundins vinnustaðar, en ekki er um nýjan kostnað að ræða. Eins og fram kemur í svarinu verður metið þegar tilraunaverkefninu lýkur í lok þessa mánaðar hvort þeim markmiðunum hafi verið náð og í framhaldi hvort ástæða sé til að halda því áfram.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Nú hefur komið í ljós að malbikun í Reykjavík fer fram með öðrum hætti en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Munurinn er m.a. fólgin í steinefnum, þykkt malbiksins en malbikað er í þremur lögum víðast hvar annars staðar o.fl. þáttum. Þetta hefur Vegagerðin viðurkennt eftir hörmulegt banaslys sem átti sér stað á Vesturlandsvegi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rétt að kalla eftir upplýsingum um annars vegar (1) hversu stórt hlutfall af keyptu malbiki hjá Reykjavíkurborg hefur komið frá Malbikunarstöðinni Höfða, sem er í eigu borgarinnar. Í þessu sambandi er kallað eftir sundurliðuðu svari sl. 5 ár sem sundurliðað er niður á ár. Og hins vegar (2) með hvaða hætti tryggir Reykjavíkurborg að gæði malbiks í innkaupum hafi verið samræmi við gæðastaðla.

Fundi slitið klukkan 13:32

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1510.pdf