Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 6. mars var haldinn 158. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Birkir Ingibjartsson. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Halla Björg Evans og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Dagmar Arnardóttir, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Hallgrímur Tómasson.
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram erindi Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 27. ferbúar 2025, merkt ÞON25020026, þar sem óskað er eftir heimild innkaupa- og framkvæmdaráðs til samningskaupa á sérfræðiþjónustu frá Microsoft. Um er að ræða samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar sbr. b. lið 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.
Samþykkt.
Tómas Guðmundsson og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi frá skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar, dags. 27. febrúar 2025, merkt FAS25020056, þar sem lagt er til að samið verði við alla þá 5 bjóðendur sem stóðust hæfi í EES útboði 16088 - Rammasamningur um kjöt og kjötvörur.
Samþykkt.
Vignir Már Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13.17
Andrea Helgadóttir Birkir Ingibjartsson
Kristinn Jón Ólafsson Björn Gíslason
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 6. mars 2025