Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 156

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2025, föstudaginn 7. febrúar var haldinn 156. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Jöfra og hófst kl. 12:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar   Sandra Hlíf Ocares og Hjálmar Sveinsson. Björn Gíslason, Erlingur Sigvaldason og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Þá sat Jón Pétur Skúlason, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Fundarritari var Halla Björg Evans

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 3. febrúar  2025, merkt USK24110082, þar sem lagt er til að gengið yrði að lægsta gilda tilboði frá K16 ehf. í útboði nr. 16072 – Árborg – endurgerð húsnæðis.

    Samþykkt.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Formaður óskar samþykkis ráðsmanna að bæta við dagskrálið 2 við fundinn.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til kynning drög að Innkaupastefnu Reykjavikurborgar.

Fundi slitið kl. 12:43

Hjálmar Sveinsson Oktavía Hrund Jóns

Erlingur Sigvaldason Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 7. febrúar 2025