Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 155
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 9. janúar var haldinn 155. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Hallgrímur Tómasson og Þórður Guðmundsson, starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram kynning á verklagi innkaup, dags. 12. desember 2024, merkt USK24120121, frá umhverfis- og skipulagssviði.
Margrét Lilja Gunnarsdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs yfir 10. m.kr. tímabilið október 2023 – september 2024.
Margrét Lilja Gunnarsdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram kynning á verklagi innkaup, dags. 6. janúar 2025, merkt VEL24120040, frá Velferðarsviði.
Kristín Pétursdóttir og Kristín Ösp Jónsdóttir taka sæti með rafrænum hætti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi frá stýrihópi um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík, dags. 17. desember 2024, merkt MSS24090132.
-
Lagt er fram frá breytingar á fjárfestingaráætlun 2025.
Hróðný Njarðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 14:31 víkur Pawel Bartoszek af fundinum.
-
Lagt er fram dagskrá innkaupa og framkvæmdaráðs 2025.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:42.
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Björn Gíslason Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 9. janúar 2025