Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 154

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 5. desember var haldinn 154. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar   Sandra Hlíf Ocares, Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson og Björn Gíslason, sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Hallgrímur Tómasson og Elín Hrefna Ólafsdóttir, starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði. 

Fundarritari var Halla Björg Evans

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi frá skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar, dags. 2. desember 2024, merkt FAS240900016, þar sem lagt er til að samið verði við þá 32 bjóðendur sem stóðust hæfi í EES útboð nr. 16022 - Rammasamningur Húsasmiða og alverkaka.

    Innkaupa og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir að skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar veiti ráðinu stöðuyfirlit á rammasamningum á sex mánuðum liðnum.

    Samþykkt.

    Vignir Már Sigurjónsson og Lilja Ástudóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi frá skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar, dags. 2. desember 2024, merkt FAS240900024, þar sem lagt er til að samið verði við alla bjóðendur; Egilsson ehf., Rekstarvörur ehf. og Pennann ehf. í EES útboð nr. 16065 - Rammasamningur um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum.

    Samþykkt.

    Vignir Már Sigurjónsson og Lilja Ástudóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13.23.

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Sandra Hlíf Ocares

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. desember 2024