Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 150

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 17. október var haldinn 150. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar  Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson, Birna Hafstein og Sandra Hlíf Ocares sáttu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sem og Þórður Guðmundsson, starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði. 

Fundarritari var Halla Björg Evans.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. október 2024, merkt ÞON24050027 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda Abler ehf. í EES samkeppnisviðræðum nr. 15936 – Umsjónarkerfi fyrir félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt.

    Lena Mjöll Markúsdóttir, Sævar Guðbergsson og Ása Kristín Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. október 2024, merkt USK24080022 þar sem lagt er til að gengið yrði að lægsta gilda tilboði frá Húsasmíði ehf., í útboði nr. 16043 - Hlaðhamrar 52 - Leiksskóli. Endurgerð og viðbygging.

    Samþykkt.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:17

Hjálmar Sveinsson Sandra Hlíf Ocares

Pawel Bartoszek Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Birna Hafstein

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 17. október 2024