Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 149

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 12. september var haldinn 149. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Hjálmar Sveinsson og Sandra Hlíf Ocares sáttu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sem og Theodór Kjartansson, Þórður Guðmundsson og Björn Atli Davíðsson, starfsmenn borgarlögmanns. Fundarritari var Halla Björg Evans.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. september 2024, merkt FAS24070002 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. í tvö tæki í útboðshluta 1, tilboði Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. í tvö tæki, Garðlistar ehf. í þrjú tæki og Bergs ehf. í eitt tæki í útboðshluta 2, tilboði Bergs ehf. í tvö tæki í útboðshluta 3, tilboði Bergs ehf. í þrjú tæki og Malbiksstöðina ehf. í eitt tæki í útboðshluta 4, tilboði Bergs ehf. í tvö tæki og Malbiksstöðina í 1 tæki í útboðshluta 5 og að samið verði vil alla bjóðendur í útboðshluta 6, í EES útboði nr. 16040– Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2024-2025 – Húsagötur.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson, Karl Eðvaldsson og Hjalti Jóhannes Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf velferðarsviðs, dags. 4. september 2024, með yfirliti yfir  velferðarþjónustu varðandi einstök innkaup yfir 10. m.kr. fyrir tímabilið júlí 2023 til júní 2024 með vísan til eftirlitsáætlunar Innkaupa- og framkvæmdaráðs

    Halla Hallgrímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. september 2024, merkt FAS24070026 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda Colas Ísland hf.  í EES útboði nr. 16049 - Ámokstur á salti 2024-2025.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:26

Hjálmar Sveinsson Sandra Hlíf Ocares

Pawel Bartoszek Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 12.9.2024 - prentvæn útgáfa