No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmtudaginn 29. ágúst var haldinn 147. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sandra Hlíf Ocares, Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek. Hjálmar Sveinsson og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal og Jón Pétur Skúlason, starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans.
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 26. ágúst 2024, merkt USK24080184 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda Ölmu Verks ehf. í útboði nr. 16046 – Gangstéttaviðgerðir 2024. Hellur og steyptar stéttar.
Samþykkt.
kl. 13:05 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf Fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. ágúst 2024, merkt FAS24040013 þar sem Innkaupa- og framkvæmdaráð er upplýst um að Borgarráð hefur samþykkt viðauka I og II við fjárfestingaráætlun 2024.
Guðni Guðmundsson og Hróðný Njarðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar Úrskurður Kærunefndar útboðsmála frá 15. ágúst 2024 í máli nr. 17/2024 – framlagning.
Fylgigögn
-
Umræður um yfirlit á stöðu samþykktra útboða.
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar tekur saman til tillögu í samráði við sviðin um form yfirlita.
-
Umræður um eftirlitsáætlun.
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar mun óska eftir kynningu á verklagi innkaupa innan hvers svið, með kynningar í október og nóvember 2024.
Fundi slitið kl. 14:03.
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Þorkell Sigurlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 29. ágúst 2024