No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmtudaginn 15. ágúst var haldinn 146. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sandra Hlíf Ocares, Sara Björg Sigurðardóttir og Pawel Bartoszek. Kristinn Jón Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal og Jón Pétur Skúlason starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans.
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 13. ágúst 2024, merkt FAS24060034 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði Malbikunarstöðina Höfða ehf. í þrjá bíla, tilboði Gröfu og grjóts ehf. í tvo bíla og tilboði Íslenska gámafélagsins ehf. í þrjá bíla í hluta 1 um viðverutæki sem og það er lagt til að samið verði við alla bjóðendur um tæki þeirra i hluta 2 um útkallslista, þar sem lægstbjóðandi er fyrstur á útkallslista, Garðaþjónusta Sigurjóns ehf. í útboði nr. 16034 – Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2024-2025, Stofnleiðir.
Samþykkt.
Björn Ingvarsson og Hjalti Jóhannes Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 12. ágúst 2024, merkt ÞON24080002 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda Advania ehf. í lokuðu útboði nr. 15985 - MS Rekstrarþjónusta.
Samþykkt.
Sæþór Fannberg Sæþórsson, Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 12. ágúst 2024, merkt ÞON24080003 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Opin kerfi ehf. í lokuðu útboði nr. 16024 – Kerfisstjórnun og vöktun.
Samþykkt.
- kl. 13:30 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum.
Sæþór Fannberg Sæþórsson, Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:35.
Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek
Sandra Hlíf Ocares Þorkell Sigurlaugsson
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 15. ágúst