Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, föstudaginn 19. júlí var haldinn 144. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Alexandra Briem sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 15. júlí 2024, merkt USK24070134 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Garðyrkjuþjónustan ehf. í útboði nr. 16031 – Tranavogur – Gatnagerð og lagnir.
Samþykkt.
Guðni Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 15. júlí 2024, merkt FAS24060028 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda í útboðshluta 1 og 2 sem er AKA ehf. í útboði nr. 16023 – Leiga á pallbílum og flokkabifreiðum fyrir USK. Lagt er til að hafna útboðshluta 3 þar sem tilboðverð var langt umfram kostnaðaráætlun.
Samþykkt.
Karl Eðvaldsson og Hjalti Jóhannes Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13.20
Hjálmar Sveinsson Alexandra Briem
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 19. júlí 2024