Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 14

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 24. september var haldinn 14. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:35. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Örn Þórðarson og Jórunn Pála Jónasdóttir.  Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði  Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. september 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Suðurverks hf. í útboði nr. 14974 – Sjóvarnargarður við Eiðsgranda. R20080073
    Samþykkt. 

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi eignaskrifstofu, dags. 11. september 2020, til kynningar á verkstöðuskýrslu nýframkvæmda fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020. R20080179

    Óli Jón Hertervig og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. september 2020, vegna fyrirspurnar sem lögð var fram í 9. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs 28. maí 2020, varðandi yfirlit yfir kostnað við viðhorfskönnunarfyrirtæki sem borgin hefur verið í viðskiptum við sl. átta ár. R20010055

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – RHS skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu, dags. 4.september 2020, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. tímabilið 202004-202006 með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sbr. 10. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 17. september, ásamt svari innri endurskoðun dags. 17. september 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:11

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_2409.pdf