Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 139

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 08. maí var haldinn 139. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares. Pawel Bartoszek, og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson með fjarfundarbúnaði. Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 03. maí 2024, merkt USK24030206 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Malbiksstöðin ehf. að fjárhæð kr. 264.931.375 með vsk.  í útboði nr. 15984 – Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2024 útboð 2, austan Reykjanesbrautar.

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 03. maí 2024, merkt USK24030206 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Colas Ísland ehf. að fjárhæð kr. 228.276.320 með vsk.  í útboði nr. 15983 – Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2024 útboð 1, vestan Reykjanesbrautar

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 03. maí 2024, merkt USK23040221 þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta tilboði frá Garðaþjónustu Sigurjóns ehf. að fjárhæð kr. 28.949.370 með vsk. í útboði nr. 15993 – Beðahreinsun á stofnanalóðum í Reykjavík.

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram til kynningar Úrskurður kærunefnd útboðsmála í máli nr. 5/2024 – sem varðaði kröfur í forvali og kærufrest – til kynningar.

  Theodór Kjartansson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:17

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. maí 2024