Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 138

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, mánudaginn 29. apríl var haldinn 138. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Pawel Bartoszek og Friðjón R. Friðjónsson. Hjálmar Sveinsson, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Halla Björg Evans í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. apríl 2024, merkt FAS24040044 þar sem lögð er fram tillaga að nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar.

  Samþykkt.
  Vísað til Borgarráðs.

  Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Innkaupa- og framkvæmdaráð fagnar drögum að nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Þær hafa verið einfaldaðar og gerðar mun skýrari en áður var. Ráðið bendir jafnframt á að mikilvægt er að klára nýja innkaupastefnu í takt við nýjar reglur og stefnur borgarinnar.   

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:41

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 29. apríl 2024