Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmtudaginn 18. apríl var haldinn 137. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sara Björg Sigurðardóttir, Sandra Hlíf Ocares. Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Elín Hrefna Ólafsdóttir með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. apríl 2024, merkt USK24030326 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda í hverjum hluta fyrir sig, Múr og hleðsla ehf., HH hús ehf., Flísa og múrkompaníið, Ari Oddsson ehf. í EES útboði 15969 – Múrverk 2024 í fasteignum Reykjavíkurborgar. Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. apríl 2024, merkt ÞON21050024 þar sem lagt er til að gengið verði að hagstæðasta gilda tilboði frá Opinn Kerfi hf. í EES samkeppnisútboði 15697 – Prentþjónusta fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt.
Lena Mjöll Markúsdóttir og Fjóla Kristín Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. apríl 2024, merkt FAS24020003 þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði frá Íslenska gámáfélaginu ehf. í EES rammasamningsútboði nr. 15959 – um bréfpoka fyrir starfsstaði Reykjavíkurborgar
Samþykkt.
Óskar Long Einarsson, Hildur Sif Hreinsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. apríl 2024, merkt FAS24020038 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Advania ehf., Origo ehf., Luxor tækjaleiga ehf., Tölvulistinn., Egilsson ehf., Skakkiturn ehf., Sensa ehf. og Opin kerfi hf. í EES rammasamningsútboði nr. 15857 – um tölvu og netbúnað.
Samþykkt.
Gunnar Guðjón Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:47.
Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir
Pawel Bartoszek Þorkell Sigurlaugsson
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 18. apríl