Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 13

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 17. september var haldinn 13. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:09. Viðstödd var Sabine Leskopf, Ellen Jacqueline Calmon og Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem og Örn Þórðarsson. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði  Elín Hrefna Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 1. september 2020, varðandi tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neiðarástands í sveitarfélagi – notkun fjarfundarbúnaðar. R20010055.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. september 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Verksýn ehf. í útboði nr. 14947 – Parkethús í Suður Mjódd. Byggingastjóri og eftirlit með verkframkvæmdum. R20070161.

    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. september 2020, varðandi heimild til framlengingar á samning vegna útboðs nr. 14152 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2018-2020 um eitt ár. R18010400.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. september 2020, varðandi heimild til framlengingar á samning vegna útboðs nr. 14179 Grassláttur á borgarlandi í vesturhluta Reykjavíkur 2018-2020 um eitt ár. R18020196.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. september 2020, varðandi heimild til framlengingar á samning vegna útboðs nr. 14420 Grasslátur á borgarlandi í austurhluta Reykjavíkur 2019-2020 um eitt ár. R19020115.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 13:20 tekur Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu, dags. 15. september 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Advania Ísland ehf., í útboði nr. 14913 – Cisco Umbrella hugbúnaðarleyfi. R20060154.

    Samþykkt.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit velferðarsviðs, dags. 10. september 2020, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1-2 ársfjórðung 2020 með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Bryndís Eva Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – FÁST fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. september 2020, varðandi einstök innkaup yfir 1.0 m.kr. tímabilið 202004-202006, með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. júní 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5. m.kr. fyrir janúar til júní 2020 með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – RHS skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu, dags. 4.september 2020, varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. tímabilið 202004-202006 með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:52

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_1709.pdf