Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 7. desember var haldinn 129. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Pawel Bartoszek og Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson, Kristinn Jón Ólafsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Dagmar Arnardóttir með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 4. desember 2023, merkt USK23120009 þar sem lagt er til að gengið að tilboði lægstbjóðanda Malbikstöðin ehf. í útboði 15929 – Hámarkshraðabreytingar 2023. FAS23110010.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 4. desember 2023, merkt VEL23120005 þar sem lagt er til að gengið að hagstæðasta gilda tilboði frá Gagnverk ehf. í EES samkeppnisútboði 15088 – Stuðningskerfi velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. FAS23020005.
Frestað.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Lena Mjöll Markúsdóttir, Lára Böðvarsdóttir og Magnús Bergur Magnússon taka sætir undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram dagskrá Innkaupa- og framkvæmdaráðs 2024. FAS23010067.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:56
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 6. desember 2023