Innkaupa- og framkvæmdaráð - fundur nr. 123

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 5. október var haldinn 123. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Hjálmar Sveinsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 26. september 2023, merkt USK23090284 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustan ehf. í útboði nr. 15891 – Vogabyggð 2, Kuggavogur og Súðarvogur - yfirborðsfrágangur. FAS23080001.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 2. október 2023, merkt ÞON23100002 þar sem lagt er til að gengið verði að hagkvæmasta gilda tilboði frá Öryggismiðstöð Íslands hf. í EES útboði nr. 15829 – Aðgangsstýring- og innbrotsviðvörunarkerfi.

    Samþykkt.

    Magnús Sigurðsson og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 2. október 2023, merkt ÞON2111084 þar sem lagt er til að gengið verði að hagkvæmasta gilda tilboði frá Opin kerfi hf. í EES samkeppnisútboði nr. 15574 – Gagnavers- og tölvuskýjaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg.

    Samþykkt.

    Harpa Atladóttir og Lena Mjöll Markúsdóttir sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 3. október 2023, merkt FAS23080019 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hluta 1 Sýn hf. og alla sem uppfylla hæfiskröfur í hluta 2 Sýn hf. Símann hf. og Origo hf. í EES útboði og Rammasamning nr. 15728 – um símaþjónustu og símtæki. FAS23080019.

    Samþykkt.

    Ólafur Steingrímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram úrskurðir kærunefndar útboðsmála í málum nr. 31-2023, 25-2023 og 17-2023.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:56

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. október 2023