Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 21. september var haldinn 122. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Björn Gíslason og Helgi Áss Grétarsson. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Kristinn Jón Ólafsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. september 2023, merkt MSS22060064 þar sem fram kemur að Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti sem varamaður í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Þórdísar Lóu Þórhallsdóttir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 11. september 2023, merkt USK23060315 þar sem lagt er til að gengið verði að eina tilboðinu sem barst frá Klettur – sala og þjónusta ehf. í EES útboði nr. 15867 – Kaup á sorphirðubifreiðum fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 18. september 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði í hverjum hluta Stéttafélagið ehf., Garðlist ehf., Berg verktakar ehf., Moldarblandan Gæðamold ehf. og Íslenska gámafélagið ehf. í EES útboði 15872 – Snjóhreinsun húsagatna í Reykjavík 2023-2024.
Samþykkt.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Karl Eðvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:32
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Helgi Áss Grétarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 21. september 2023