Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 121

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 7. september var haldinn 121. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar  Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Hjálmar Sveinsson og Sandra Hlíf Ocares og sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Ástríður Scheving Thorsteinsson og Vignir Már Sigurjónsson í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði, dags. 4. september 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Reykjafell ehf. í EES samkeppnisútboði nr. 15823 – Endurnýjun umferðarljósa.
    Samþykkt.

    Guðni Guðmundsson, Grétar Ævarsson og Nils Schwarzk taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram yfirlit velferðarþjónustu, dags. 29. ágúst. 2023, varðandi einstök innkaup yfir 5. m.kr. fyrir tímabilið janúar til júní 2023 með vísan í 3. og 4. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:11

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 7.9.2023 - Prentvæn útgáfa