Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 117

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 13. júlí var haldinn 117. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Ástríður Scheving Thorsteinsson. Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. júní 2023 þar sem fram kemur að Sandra Hlíf Ocares tekur sæti í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Birnu Hafstein og jafnframt að Helgi Áss Grétarsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Söndru Hlíf Ocares. FAS23010067

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf þjónustu og nýsköpunarsviðs dags. 3. júlí 2023, merkt ÞON21050024, þar sem lagt er til að gengið verði að hagkvæmasta tilboði á grundvelli verðs og gæða við PLT ehf. EES samkeppnisútboði nr. 15697 – Prentþjónusta fyrir Reykjavíkurborg. FAS22120018
  Samþykkt
  Lena Mjöll Markusdóttir og Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 3. júlí 2023, merkt USK23020256, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bergraf ehf. í EES útboði nr. 15841 – Gatnalýsing – Útskipting lampa 2023. FAS23050032 
  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram svar skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. júní 2023, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leikvöll við Sæviðarsund, sem lögð var fram á 74. fundi innkaupa og framkvæmdaráðsfundi, 16. júní 2022. USK23020044

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram svar skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. júní 2023, við fyrrispurn fulltrúa sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir á Litluhlíð, sem lögð var fram á 74. fundi innkaupa og framkvæmdaráðsfundi, 16. júní 2022. USK23020044

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 6. Yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs í aðal- og eignasjóði apríl 2022 - mars 2023.

  Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti undir þessum lið í fjarfundabúnaði

  Fylgigögn

 7. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi útboð 15869 loftræsisamstæður fyrir 1. og 2. áfanga Rimaskóla USK23070079, þar sem lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að ganga að tilboði sem barst frá Blikksmiðnum hf. að upphæð 15.940.216.-
  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  Fylgigögn

 8. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi útboð 15851 endurnýjun og viðbygging Fífuborg USK23050016, þar sem lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði frá Fortis ehf. að upphæð 319.546.022.-.
  Samþykkt
  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  Fylgigögn

13:44

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Björn Gíslason Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 13. júlí 2023