Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 22. júní var haldinn 116. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sabine Leskopf, Elísabet Guðrúnar og Sandra Hlíf Ocares. Pawel Bartoszek og Helgi Áss Grétarsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Jón Pétur Skúlason. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 16. júní 2023, merkt USK230602320, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Grjótavík ehf. í útboði nr. 15707 - Ævintýraborgir Eggertsgötu - Lóðafrágangur. USK23060232
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasvið dags. 19. júní 2023, merkt FAS23050021, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Teit Jónasson ehf. í hluta 1 og Teit Jónasson ehf og Hópferðamiðstöðina ehf. í hluta 2 í EES útboði nr. 15799 - Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir SFS. FAS23050021
Samþykkt.
Haukur Þór Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:27
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Sabine Leskopf
Pawel Bartoszek Helgi Áss Grétarsson
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 22. júní 2023