Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 115. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Birna Hafstein. Hjálmar Sveinsson og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. júní 2023 þar sem fram kemur að Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttir og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir tekur sæti sem varamaður í ráðinu í stað Kristins Jóns Ólafssonar. FAS23010067
kl. 13.06 Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 8. júní 2023, merkt USK23030380, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 15792 - Hlemmur og nágrenni - 3. áfangi - Mjölnisholt. Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir. USK23030380
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23050339, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Óskatak ehf. í útboði nr. 15836 - Álfsnesvegur - Gatnagerð. USK23050339
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23030376, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda D.Ing-Verk ehf. í útboði nr. 15828 - Víkurvegur- Borgavegur - Hringtorg. Gatnagerð, lagnir og yfirborðsfrágangur. USK23030376
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23040224, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössi ehf. í útboði nr. 15824 - Gufunes 1. áfangi - Yfirborðsfrágangur í Jöfursbási. USK23040224
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis- og skipulagssvið dags. 24. maí 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Kraftvélar. í útboði nr. 15821 - Dráttarvél fyrir vetrarþjónustu og grasslátt. FAS23040020
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu og nýsköðunarsviðs dags. 8. júní 2023, merkt ÞON23050028, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda SecureIT í EES útboði nr. 15401 - Managed detection and respnse (öryggisvöktun á net- og tölvukerfi). ÞON23050028
Samþykkt.
Jón Kristinn Ragnarsson og Sæþór Fannber Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:32
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Birna Hafstein
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 15. júní 2023