Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 115

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 115. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Birna Hafstein. Hjálmar Sveinsson og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. júní 2023 þar sem fram kemur að Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttir og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir tekur sæti sem varamaður í ráðinu í stað Kristins Jóns Ólafssonar. FAS23010067

  kl. 13.06 Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 8. júní 2023, merkt USK23030380, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 15792 - Hlemmur og nágrenni - 3. áfangi - Mjölnisholt. Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir. USK23030380

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23050339, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Óskatak ehf. í útboði nr. 15836 - Álfsnesvegur - Gatnagerð. USK23050339

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23030376, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda D.Ing-Verk ehf. í útboði nr. 15828 - Víkurvegur- Borgavegur - Hringtorg. Gatnagerð, lagnir og yfirborðsfrágangur. USK23030376

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 7. júní 2023, merkt USK23040224, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössi ehf. í útboði nr. 15824 - Gufunes 1. áfangi - Yfirborðsfrágangur í Jöfursbási. USK23040224

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarlandsins, umhverfis- og skipulagssvið dags. 24. maí 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Kraftvélar. í útboði nr. 15821 - Dráttarvél fyrir vetrarþjónustu og grasslátt. FAS23040020

  Samþykkt.

  Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf þjónustu og nýsköðunarsviðs dags. 8. júní 2023, merkt ÞON23050028, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda SecureIT í EES útboði nr. 15401 - Managed detection and respnse (öryggisvöktun á net- og tölvukerfi). ÞON23050028

  Samþykkt.

  Jón Kristinn Ragnarsson og Sæþór Fannber Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:32

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Birna Hafstein

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 15. júní 2023