Innkaupa- og framkvæmdaráð - fundur nr. 114.

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 1. júní var haldinn 113. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Jón Pétur Skúlason og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 1. júní 2023, merkt USK23050015, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Land og verk ehf. í útboði nr. 15795 - Rimaskóli - utanhúsfrágangur. Áfangi 1-3. USK23050015

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    kl. 13:06 Kjartan Magnússon tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 22. maí 2023, merkt USK23050013, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði í hverjum hluta fyrir sig, Fagkaup ehf/S. Guðjónsson og Rafskaup hf. í útboði nr. 15780 - Ráðhús Reykjavíkur - Lampar. USK23050013.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 5. júní 2023, merkt USK23050091, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Garðasmíði ehf. í útboði 15834 - Úlfarsárdalur - Stækkun hverfis- Umhverfisfrágangur 2023. USK23050091

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 2. júní 2023, merkt ÞON23060001, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Crayon Iceland ehf. í EES útboði nr. 15754 - Endurnýjun á Microsoft Educational samning. ÞON23060001.

    Samþykkt.

    Helga Kristjánsdóttir, Tómas Guðmundsson og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu fjármála og reksturs, Velferðarsviðs dags. 5. júní 2023,  varðandi innkaup yfir 5 miljónir tímabilið janúar til mars 2023 með vísan í 3. og 4. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar FAS23010067

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning úrskurðar kærunefndar útboðsmála frá 22, maí 2023 í máli nr. 43/2022 vegna útboðs nr. 15692 - Húsgögn (borð) fyrir grunnskóla, sem frestað var 113. fundi ráðsins 1. júní 2023. FAS22100314

    Fylgigögn

  7. Fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Eftirfarandi fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru hér með ítrekaðar um leið og lýst er furðu yfir þeirri upplýsingatregðu, sem kjörnir fulltrúar í innkaupa- og framkvæmdaráði þurfa að sæta. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umræddum fyrirspurnum verði svarað. 1. Fyrirspurn um framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar við Litluhlíð, lögð fram á fundi ráðsins 16. júní 2022. 2. Fyrirspurn um framkvæmdir við leikvöll við Sæviðarsund, lögð fram á fundi ráðsins 16. júní 2022. 3. Fyrirspurn vegna verklegra framkvæmda á Snorrabraut, lögð fram á fundi ráðsins 8. september 2022.4. Fyrirspurn um hvenær búast megi við svörum við áðurnefndum fyrirspurnum, lögð fram fundi ráðsins 26. janúar 2023.

  8. Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkaupa- og framkvæmdaráð ítrekar nauðsyn þess að fyrirspurnum kjörinna fulltrúa í ráðinu sé svarað tímanlega. Hér er um að ræða nauðsynlegan hluta af eftirlitshlutverki ráðsins sem brýnt er að kaupendur innan borgarkerfisins virði og aðstoði með að sinna

Fundi slitið kl. 13:48

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Kjartan Magnússon

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. júní 2023