Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 112

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 25. maí var haldinn 112. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Björn Gíslason. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, og Birna Hafstein sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Anna Guðrún Árnadóttir. Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 15. maí 2023, merkt USK22030190, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Steingarður ehf. í útboði nr. 15815 - Nauthólsvegur 79 - Færsla lagna 2023. USK22030190

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 22. maí 2023, merkt USK23030168, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Háfell ehf /Hálsafell ehf í EES útboði nr. 15797 - Ártúnshöfði - Svæði 1. Gatnagerð og lagnir. USK23030168.

   

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

  Fylgigögn

13:14

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Birna Hafstein

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. maí 2023