Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 11

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 27. ágúst var haldinn 11. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd var Sabine Leskopf. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Háfelli ehf. í útboði nr. 14952 – Bústaðavegur frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð – Stígagerð og lagnir. R20070131.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Mílu ehf. í lokuðu útboði nr. 14949 Ljósleiðaravæðing dreifbýlis í Reykjavik. R20070136.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2020, varðandi uppfært yfirlit yfir einstök innkaup eignasjóðs yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu júlí 2019 – júní 2020, sbr. 1 mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, frestað á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs 20 ágúst 2020, sbr. 6. lið fundargerðar ráðsins. R20010055.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. ágúst 2020, varðandi fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokksins um aðgangskort að vinnustofu Kjarvals sem lögð var fram 18. júní 2020. R20010055.

    Fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Yfirstjórn Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarstjórnar. Aðeins einn kjörinn fulltrúi á sæti í stjórninni, það er borgarstjóri, sem er jafnframt ábyrgðarmaður hennar. Yfirstjórnin tók ákvörðun um kaup á ellefu aðgangskortum en alls eiga sæti í henni fjórtán embættismenn. Var því um að ræða ákvörðun um kort fyrir meirihluta fulltrúa. Sökum þess að kostnaður við hvert kort var skráður á svið þess stjórnanda sem skyldi hafa umráð þess, og hann því ekki birtur á yfirlitum sem komu fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar, voru möguleikar minnihlutans til aðkomu að ákvörðunartökunni eða eftirlits með innkaupunum engir. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir innkaupum eins og þessum og því hefði verið æskilegt að tryggja slíka aðkomu. Eðlilegt hefði verið að borgarstjóri hefði borið þessa ákvörðun undir borgarráð eða borgarstjórn, samanber hlutverk yfirstjórnar. Fulltrúarnir árétta að það er fagnaðarefni ef hægt er að nýta þjónustu einkaframtaks. Aftur á móti er nóg af fundarstöðum víða um borgina. Velta má fyrir sér hvers vegna það sé ekki nýtt og hvort hugsanlega séu þá tilefni til þess að endurskoða eignarhald á því húsnæði.

    Fulltrúar meirihluta innkaupa- og framkvæmdaráðs leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Öllum spurningum í fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Innkaupa- og framkvæmdaráðinu er hér svarað. Leiga á húsnæði heyrir ekki undir innkaupareglur Reykjavíkurborgar  og þar með ábyrgðarsvið ráðsins.

    Fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Með bókun sinni vilja fulltrúarnir benda á að hafið verður að vera yfir allan vafa að kjörnir fulltrúar geti haft aðkomu og eftirlit með innkaupum af þessu tagi.

    Fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Ítrekuð er ósk eftir sundurliðuðu yfirliti yfir öll viðskipti Reykjavíkurborgar við Kjarvalsstofu, samanber fyrirspurn sem lögð var fram á fundi ráðsins 4. júní 2020.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:49

Sabine Leskopf Alexandra Briem