Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 10

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 20. ágúst var haldinn 10. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd var Sabine Leskopf. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 13. ágúst 2020, varðandi tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neiðarástands í sveitarfélagi – notkun fjarfudarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda, Malbikunarstöðina Höfða hf. í útboði nr. 14959 – Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2020-2021, útboð I. R20070152
    Samþykkt.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Garðsmíði ehf. í útboði nr. 14911 – Klambratún 2020 – 1. áfangi. R20070131
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Gleipni verktökum ehf. í útboði nr. 14956 – Veðurstofuhæð – nýr mælireitur, Jarðvinna og yfirborðsfrágangur. R20070143
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Berg verktakar ehf. í útboði nr. 14950 – Umferðaröryggisaðgerðir 2020 – Útboð 1. R20070129
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði

    Fylgigögn

  6. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. ágúst 2020, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu júlí 2019 – júní 2020, sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.
    Frestað

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í umfjöllun fjölmiðla í dag, Morgunblaðsins og mbl.is, kemur fram að malbika þurfi nýtt undirlag fyrir hlaupabraut við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR í Mjódd. 

    Í ljósi eftirlitshlutverks ráðsins óska fulltrúarnir eftir nánari upplýsingum um málið, ásamt sundurliðuðu yfirliti yfir þann kostnað sem þau kunna að hafa haft í för með sér.

Fundi slitið klukkan 13:44

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2008.pdf