Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 1

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 28. maí var haldinn 1. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Þorkell Heiðarsson og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir og Elín H. Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kosning varaformanns.
    Lögð fram tillaga formanns Innkaupa- og framkvæmdaráðs þess efnis að fulltrúi Pírata, Alexandra Bríem, verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

    Einnig var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

    Fulltrúi Pírata, Alexandra Briem, var kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata og Samfylkingar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá.

    -    Kl. 13:11 tekur Jórunn Pála Jónasdóttir sæti á fundinum.

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14840 Laugalækur - Hrísateigur. Gatnagerð, lagnir og djúpgámar. R20040109.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. maí 2020, varðandi heimild til gerð viðauka við verksamning Jóhanns Helga & Co ehf., í útboði nr. 14794 Furuskógur, endurgerð lóðar 2020 - 1. áfangi. Jarðvinna. R20030230.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. maí 2020, varðandi heimild til gerð viðauka við verksamning við Hellur og lagnir ehf., í útboði nr. 14766 Brúarskóli, endurgerð lóðar 2020 2. áfangi – Jarðvinna. R20030229.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. maí 2020, varðandi heimild til gerð viðauka við verksamning Jóhanns Helga & Co ehf., í útboði nr. 14760 Garðaborg, endurgerð lóðar 2020 - 1. áfangi. Jarðvinna. R20030165.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. maí 2020, varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu apríl 2019 – mars 2020, sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 19. maí 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5,0 m. kr. á 1. ársfjórðungi 2020. R20010055.
    Frestað.

    -    Kl. 13:36 víkur Örn Þórðarson af fundi.

    Fylgigögn

  8. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram eftirfarandi tillögu:

    Lagt er til að sett verði upp og gert aðgengilegt svokallað mælaborð innkaupa- og framkvæmdaráðs sem listi upp með gagnsæjum hætti verkefni fjárfestingaráætlunar Reykjavíkurborgar, ásamt tíma- og kostnaðaráætlunum. Einnig er óskað er eftir sem fyrst kynningu frá eignaskrifstofu, þar sem verkefni fjárfestingaráætlunar yrðu kynnt með tíma og kostnaðaráætlunum.
    Frestað.

    1. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

      Óskað er eftir yfirliti og kostnaði við öll viðskipti við viðhorfskönnunarfyrirtæki sem borgin, þar með talið einstaka skrifstofur og/eða svið borgarinnar, síðastliðin átta ár. Óskað er eftir sundurliðun á fyrirtækin, þ.e. Capacent, Maskínu, MMR, Center og Félagsvísindastofnun.
      Frestað.

      Fundi slitið klukkan 13:45

      Sabine Leskopf

      PDF útgáfa fundargerðar
      innkaupa-_og_framkvaemdarad_2805.pdf