Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2023, fimmtudaginn 14. desember var haldinn 130. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Mannauðs og starfsumhverfissviðs dags. 11. desember 2023, merkt ÞON23120009 þar sem lagt er til að gengið verði að eina tilboðinu sem barst frá Crayon Iceland ehf. í EES útboði nr. 15924 – Endurnýjun á Workplace leyfasamningi. FAS23110003.
Samþykkt.
Birgir Lúðvíksson og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf velferðarsviðs dags. 4. desember 2023, merkt VEL23120005 þar sem lagt er til að gengið að hagstæðasta gilda tilboði frá Gagnverk ehf. í EES samkeppnisútboði 15088 – Stuðningskerfi velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar sem frestað var á 129. fundi. FAS23020005.
Samþykkt.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Lena Mjöll Markúsdóttir, Lára Böðvarsdóttir og Magnús Bergur Magnússon taka sætir undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram viðauki IV við fjárfestingaáætlun 2023, dags. 7. desember 2023 merkt. FAS23030049.
Jón Valgeir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. desember 2023, varðandi yfirlit innkaupa yfir 5. mkr. á tímabilinu október 2022- september 2023. FAS23010067.
Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram tilkynningu um afgreiðslu í borgarráði dags. 7. desember 2023, merkt FAS23120001 varðandi tillögu að breytingu á viðmiðunarfjárhæðum innkaupareglna Reykjavíkurborgar. FAS23010067.
Fylgigögn
-
Lagt fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E3438/2021 frá 12 desember 2023. FAS23010067.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:11
Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 14. desember 2023