Innkaupa- og framkvæmdaráð - Aukafundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, föstudaginn 17. júlí var haldinn aukafundur innkaupa- og framkvæmdaráðs nr. 7. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Jórunn Pála Jónasdóttir. 
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. júlí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verktækni ehf. í útboði nr. 14904 Samgöngubætur – Grafarvogur norður, sbr. 1. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. júlí 2020. Fyrri samþykkt sem gerð var á fundi ráðsins 16. júlí 2020 er felld úr gildi, þar sem ákvörðunin var ekki tekin í samræmi við fundarsköp. R20070070

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. júlí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Stjörnugarða ehf. í útboði nr. 14918 Mjódd – endurgerð útisvæða, verkáfangi 3, 2020, sbr. 2. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. júlí 2020. Fyrri samþykkt sem gerð var á fundi ráðsins 16. júlí 2020 er felld úr gildi, þar sem ákvörðunin var ekki tekin í samræmi við fundarsköp. R20070046

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:03

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1707.pdf