Innkaupa- og framkvæmdaráð - 143. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð - 143. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 27. júní var haldinn 143. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sandra Hlíf Ocares, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Kristinn Jón Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sem og Elín Hrefna Ólafsdóttir starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari var Halla Björg Evans

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. júní 2024, merkt FAS24060006 þar sem lagt er til að gengið yrði að hagstæðasta tilboðinu sem er við Tölvulistann ehf. í örútboði nr. 16004 – Chromebook fartölvur.

    Samþykkt.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs. 24. júní 2024, merkt FAS24060009 þar sem lagt er til að samið verði við fimm lægstu bjóðendur; Tandur hf., Rekstrarvörur ehf., Takk hreinlæti ehf., Stórkaup ehf. og Garri ehf. í útboði nr. 15988 – Rammasamningur um kaup á hreinlætisvörum.

    Samþykkt.

    Óskar Long Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags.24. júní 2024, merkt FAS24030030 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Terra umhverfisþjónusta hf. í útboði nr. 15971 – „Kaup á djúpgámum - EES útboð.

    Samþykkt.

    Guðmundur Benedikt Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags.26. júní 2024, merkt FAS24060008 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Brimborg ehf. í útboði nr. 16017- „Leiga á rafmagns fólks- og sendiferðabifreiðum fyrir USK“.

    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram eftirlitsáætlun innkaupa til yfirferðar og samþykktar.

    Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:06

Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 27.6.2024 - prentvæn útgáfa