Innkaupa- og framkvæmdaráð - 142. Fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 13. júní var haldinn 142. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek Sara Björg Sigurðardóttir. Kristinn Jón Ólafsson, og Þorkell Sigurlaugsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Þórhildur Lilja Ólafsdóttir starfsmaður borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. júní 2024, merkt USK24040154 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Jarðval sf.  í útboði nr. 16008 – Skógarhlíð.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Yfirlit um innkaup Umhverfis- og skipulagssviðs apríl 2023 - mars 2024 - kynning

    Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. júní 2024, merkt USK24050334 þar sem lagt er til að gengið yrði að lægsta gilda tilboði lægstbjóðanda sem er K16 ehf. í útboði nr. 15997 – Hálsskógur, Hálsaborg leikskóli – Endurgerð húsnæðis.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:45.

Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir

Pawel Bartoszek Þorkell Sigurlaugsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 13.6.2024 - prentvæn útgáfa