Innkaupa- og framkvæmdaráð - 141. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 30. maí var haldinn 141. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Ástríður Scheving Thorsteinsson með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir . Fundarritari var Halla Björg Evans.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 24. maí 2024, merkt ÞON24050030 þar sem lögð er fram beiðni um framlengingu vegna útboðs nr. 14800 – Microsoft rekstrarþjónusta.

    Samþykkt.

    Sæþór Fannberg og Loftur Steinn Loftsson taka sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar dags. 23. maí 2024, merkt FAS24030024 þar sem lagt er til að samið verði við alla bjóðendur í EES útboði nr. 15976 – Rammasamningur um kaup á raftækjum

    Samþykkt.

    Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Óskar Long Einarsson tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13.19.

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Helgi Áss Grétarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. maí 2024