Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2024, fimmutdaginn 16. maí var haldinn 140. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sara Björg Sigurðardóttir. Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares, Pawel Bartoszek og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sátu fundinn Margrét Lára Gunnarsdóttir, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal sem og Jón Pétur Skúlason með fjarfundarbúnaði. Fundarritari var Halla Björg Evans.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2024, merkt USK24030005 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Grafa og grjót ehf. í útboði nr. 15972 – Hlemmur og nágrenni 4 áfangi Rauðarárstígur Laugavegur Gatnagerð yfirborðsfrágangur og lagnir. Samþykkt.
kl. 13.20 tekur Theodór Kjartansson sæti á fundinum, með fjarfundabúnaði.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2024, merkt USK23020296 þar sem lagt er til að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda sem er Efla hf. í útboði nr. 15981 Grófarhús verkfræðihönnun.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar dags. 16. maí 2024, merkt FAS24020038 þar sem lagt er til að nýju Rammasamningsútboð nr. 15857 um tölvu og netbúnað þar sem lagt er til að fimm aðilar til viðbótar verði samþykktir, Tæknibær ehf., Tölvutækni/TT 2024 ehf., Mii ehf., Varmás ehf. og Atendi ehf.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 10. maí 2024, merkt ÞON24050007 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Sensa ehf. í EES útboð 15858 – Cisco EA samningur.
Samþykkt.
Sæþór Fannberg Sæþórsson, Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Magnús Níels Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 13. maí 2024, merkt ÞON24050005 þar sem lagt er til að gengið verði að hagstæðasta gilda tilboði frá Mathilda í EES Samkeppnisviðræður 14944 Kitchen Management System for the City of Reykjavík (Eldhúsumsjónarkerfi).
Samþykkt.
Sæþór Fannberg Sæþórsson, Ellen Alma Tryggvadóttir og Sigurrós Oddný Kjartansdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. maí 2024 í máli nr. E 3264 2023 – framlagning.
kl. 14:02 víkur Theodór Kjartansson sæti á fundinum, með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram drög að eftirlitsáætlun innkaupa.
Fundi slitið kl. 14:13.
Sara Björg Sigurðardóttir Hjálmar Sveinsson
Pawel Bartoszek Björn Gíslason
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. maí 2024