Innkaupa- og framkvæmdaráð - 132. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2024, fimmtudaginn 25. janúar var haldinn 132. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs, aukafundur. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Þorkell Sigurlaugsson og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Elín Hrefna Ólafsdóttir með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. janúar 2024 þar sem fram kemur að Þorkell Sigurlaugsson taki sæti sem varafulltrúi í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Kjartans Magnússonar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 19. janúar 2024, merkt ÞON22030024 þar sem lagt er til að gengið að hagkvæmasta gilda tilboði frá Origo hf. í útboði nr. 15403 – Afritunarþjónusta fyrir Reykjavíkurborg.

    Samþykkt.

    Loftur Steinar Loftsson, Harpa Atladóttir og Lena Mjöll Markúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    kl. 13:13 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á úrskurðum í málum 35/2023 og 38/2023 ásamt ákvörðun í máli 14/2023 frá kærunefndar útboðsmála.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:29

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Pawel Bartoszek

Þorkell Sigurlaugsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. janúar 2024