Innkaupa- og framkvæmdaráð - 128. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 30. nóvember var haldinn 128. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Pawel Bartoszek og Kristinn Jón Ólafsson. Hjálmar Sveinsson, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares og sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Ástríður Scheving Thorsteinsson með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 27. nóvember 2023, merkt ÞON23110021 þar sem lagt er til að gengið að tilboði lægstbjóðanda Crayon Iceland ehf. í EES útboði 15902 – Endurnýjun á Atlassian hugbúnaðarleyfum. FAS23100011.

  Samþykkt.

  Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Sæþór Fannberg Sæþórsson taka sætir undir þessum lið.  

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 27. nóvember 2023, merkt USK23110294 þar sem lagt er til að gengið að tilboði lægstbjóðanda Stjörnugarðar ehf. í útboði 15921 – Hálsabraut, Göngu- og hjólastígar FAS23100024.

  Samþykkt.

  Guðni Guðmundsson og Ámundi Brynjólfsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á stöðu ólokinna stærri verkframkvæmda.

  Guðni Guðmundsson og Ámundi Brynjólfsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

 4. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. nóvember 2023, merkt FAS23090004 þar sem lagt er til að gengið að öllum tilboðum sem bárust frá Terra einingar ehf, Hýsi-Verkheimar ehf. og Stóli Gámar ehf. í rammasamningsútboði 15896 – um færanlegar stálgrindar húseiningar, gámahúsnæði. FAS23090004.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. nóvember 2023, merkt FAS23010067 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á viðmiðunarfjárhæðum innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

  Samþykkt.
  Vísað til Borgarráðs

  Theodór Kjartansson tók sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:00

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. nóvember 2023