Innkaupa- og framkvæmdaráð - 127. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 16. nóvember var haldinn 127. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Pawel Bartoszek og Kristinn Jón Ólafsson. Hjálmar Sveinsson, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares og sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu innleiðingu breytinga á fjármála- og áhættustýringarsviði og afstaða fjármála- og áhættustýringarsviðs varðandi frestun á gerð nýrra innkaupareglna. FAS23010067.

    Halldóra Káradóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Innkaupa og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum góðar kynningu og væntum þess að heyra stöðuna á innkaupareglunum í janúar.

    Þá beinir innkaupa og framkvæmdaráð þeim tilmælum til umhverfis og skipulagssvið að leggja inn umsögn, í síðasta lagi í byrjun desember.

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 10. nóvember 2023, merkt USK23110111 þar sem lagt er til að gengið að tilboði lægstbjóðanda frá D.Ing -Verk ehf. í útboði 15908 – Suðurhlíð. Bústaðarvegur-Fossvogur – Göngu- og hjólastígur 2023. FAS23090066.

    Samþykkt.

    Guðni Guðmundsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 10. nóvember 2023, merkt USK23110110 þar sem lagt er til að gengið að eina tilboði lægstbjóðanda frá Mostak ehf. í útboði 15915 – Strætó endurnýjun og aðgengi biðstöðva 2023. FAS23100004.

    Samþykkt.

    Guðni Guðmundsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Umræða fór fram um stöðu innleiðingu á verkefnastjórnunarkerfi umhverfis- og skipulagssviðs og tengingu útboðsnúmera við Agresso í eignasjóði. FAS23010067.

    Guðni Guðmundsson, Hreinn Ólafsson, Jónas Skúlason, Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Innkaupa og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum góða kynningu. Væntum þess að fá í janúar upplýsingar um stöðu þessara verkefna.

Fundi slitið kl. 13:56

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. nóvember 2023