Innkaupa- og framkvæmdaráð - 126. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 2. nóvember var haldinn 126. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Sandra Hlíf Ocares. Kristinn Jón Ólafsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Björn Gíslason og sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 23. október 2023, merkt USK231000259 þar sem lagt er til að gengið að eina tilboðin sem barst frá HH hús ehf. í útboði 15892 – Tónmenntarskóli Reykjavíkur og Fjósið – endurnýjun á útveggjaklæðningu, þakklæðningu og viðhald á gluggum 2023. FAS23080002

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Umræða fór fram um breytt stjórnskipulag á fjármála- og áhættustýringarsviði, innkaupareglur og fyrirhugað verkefnastjórakerfi hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Fundi slitið kl. 13:31

Kristinn Jón Ólafsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Björn Gíslason Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 2. nóvember 2023