Innkaupa- og framkvæmdaráð - 125. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 19. október var haldinn 125. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Kristinn Jón Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Ástríður Scheving Thorsteinsson. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 16. október 2023, merkt USK231000098 þar sem lagt er til að gengið að eina tilboðin sem barst frá Krafla ehf. í útboði 15897 – Umferðaröryggisaðgerðir 2023. FAS23080014.

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson, Guðni Guðmundsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf fjármála og áhættustýringarsviðs dags. 16. október, merkt FAS23030049, með stöðuskjali fjárfestinga og viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar og samþykktir innkaupa- og framkvæmdaráðs. FAS23010067.

  Guðni Guðmundsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Sjálfæðisflokkurinn leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Innkaupa- og framkvæmdaráði lýsa yfir vonbrigðum með framsetningu breytinga við fjárfestingaáætlun. Lítið er um útskýringar við breytingar og gagnsæið ekkert um það hvernig unnið var að þessum breytingum og ákvarðanir teknar. Í stöðuyfirliti fjárfestingar sem einnig er lagt fram til kynningar er eingöngu sýnd hversu miklum fjármunum er búið að eyða í þau verkefni sem eru í gangi en ekki hvernig framganga verkefnana gengur. Eðlilegt væri að framganga verkefna væri kynnt samhliða. Fram hefur komið að tafir á uppsetningu og innleiðingu á nýjum kerfum spili þar inní. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að ábyrgðaraðili á því verkefni innan ÞON komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu hvernig verkefnið gengur. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram yfirlit velferðarsvið dags. 12. október 2023, varðandi einstök kaup yfir 5 m.kr. fyrir tímabilið október til september 2023 með vísan í 3. og 4. mgr 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. FAS23010067.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:24

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Helgi Áss Grétarsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 19. október 2023