Innkaupa- og framkvæmdaráð - 120. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 24. ágúst var haldinn 120. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar  Sandra Hlíf Ocares og Sara Björg Sigurðardóttir. Kristinn Jón Ólafsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Jón Pétur Skúlason og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 15 ágúst 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Höfði ehf. í EES útboði nr. 15870 – Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2023-2024 - útboð I. FAS23060035.

    Samþykkt.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Björn Ingvarsson og Karl Eðvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviði dags. 15 ágúst 2023, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Höfði ehf. í EES útboði nr. 15871– Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2023-2024 - útboð II. FAS23060036.

    Samþykkt.

    -    kl. 13:11 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Björn Ingvarsson og Karl Eðvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21 ágúst 2023, merkt USK23020044, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs nr. 83. þann 8. september 2022, varðandi Gatnaframkvæmdir við Snorrabraut undanfarin ár. USK23020044. 

    -    Kl. 13:19 Sandra Hlíf Ocares víkur af fundi.

    Innkaupa og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið þakkar fyrir þau svör sem komin eru við þeim fyrirspurnum fulltrúa ráðsins sem ítrekaðar voru í upphafi sumars. Ráðið ítrekar um leið að fyrirspurnir ráðsfulltrúa eru nauðsynlegur hluti af eftirlitshlutverki ráðsins.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:23

Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21 ágúst 2023, merkt USK23020044, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksin